nasdaqomx

ETF - Exchange Traded Funds í Evrópu

Exchange Traded Funds (ETF), eða kauphallarsjóðir, eru mjög vinsælir og sameina kosti sjóða og sveigjanleika verðbréfa. Kauphallarsjóðirnir sem skráðir eru á NASDAQ OMX Nordic fylgja gengi fjölbreytts úrvals undirliggjandi eignaflokka. Einnig eru til kauphallarsjóðir sem bjóða upp á aukna áhættuskuldbindingu í gegnum vogunarsjóði sem gefa möguleika á nokkrum sinnum hærri daglegri ávöxtun.

Kauphallarsjóðirnir sem skráðir eru í NASDAQ OMX Stockholm fylgja vísitölum á borð við OMXS-30 og viðmiðunarvísitölu OMX Stockholm. Einnig eru til kauphallarsjóðir sem bjóða upp á aukna áhættuskuldbindingu gagnvart þessum vísitölum í gegnum vogunarsjóði sem gefa möguleika á 1,5 til 2 sinnum hærri daglegri ávöxtun.


ETF-námskeið og -viðburðir

Nokkrum sinnum á ári stöndum við fyrir námskeiðum fyrir markaðssérfræðinga. Skoðaðu vefvörpin og sæktu fyrirlestrana hér fyrir neðan. Smelltu hér til að sjá hvenær næsta námskeið fyrir einkafjárfesta verður haldið.

 

Kauphallarsjóðir og fjárfestingarsjóðir

Exchange Traded Funds (ETF), eða kauphallarsjóðir, sameina kosti verðbréfasjóða og sveigjanleika hlutabréfa og eru á meðal þeirra fjármálagjörninga sem eru í hvað örustum vexti í Evrópu. NASDAQ OMX býður upp á ýmsa þjónustu tengda skráningum og viðskiptum með sjóði. NASDAQ OMX Global Index Group býður einnig upp á að útgefendur noti vísitölur NASDAQ OMX sem undirliggjandi viðmið við stofnun sjóða á norrænum og evrópskum mörkuðum.


Hvernig á að gefa út kauphallarsjóði

Kauphöllin verður að hafa samþykkt útgefandann sem útgefanda til þess að hann geti skráð kaupheimildir, skírteini eða kauphallarsjóði og hann verður að gangast undir útgefendareglur Kauphallarinnar.


Ýmis fylgigögn þurfa að fylgja umsókninni frá útgefanda. Nánari upplýsingar um hvers er krafist þegar sótt er um skráningu kauphallarsjóða er að finna í reglum og reglugerðum »

Útgefendur geta sótt um rafrænt í gegnum skráningarmiðstöðina


Frekari upplýsingar: 

Q & A

Hvað eru kauphallarsjóðir (ETF)?

ETF stendur fyrir Exchange Traded Funds, kauphallarsjóði. Kauphallarsjóður fylgir gengi undirliggjandi eignaflokka, s.s. vísitölu, hlutabréfakörfu, skuldabréfum eða vörum. Hægt er að eiga með þá viðskipti í kauphöll og þeir standa fyrir safn verðbréfa svo fjárfestar geta fylgt gengi fjölbreytts úrvals verðbréfa.

Viðskipti í kauphallarsjóðum (ETF)

Sveigjanleiki og gegnsæi eru tveir þeirra eiginleika sem aukið hafa vinsældir þess að fjárfesta í kauphallarsjóðum. Hægt er að kaupa og selja kauphallarsjóð á markaðnum allan viðskiptadaginn og fjárfestir hefur aðgang að verðinu hvenær sem er.

Hvenær á að eiga viðskipti í kauphallarsjóðum

Þar sem kauphallarsjóður fylgir gengi undirliggjandi eignaflokka er það einföld og hagstæð leið fyrir fjárfesta til áhættuskuldbindingar gagnvart undirliggjandi verðbréfum að kaupa í kauphallarsjóði. Í stað þess að kaupa hlutabréf í öllum fyrirtækjum sem tilheyra vísitölu geta fjárfestar fengið áhættuskuldbindingu gagnvart hlutabréfunum með minni áhættu. Fjárfestar geta fjárfest í margs konar iðnaði, fyrirtækjum eða mörkuðum með kaupum á aðeins einu skjali.

Hver hagnast mest á viðskipum í kauphallarsjóðum?

Kauphallarsjóðir henta virkum fjárfestum sem hafa góðan skilning á viðskiptum með fjármálagerninga og vilja hagnast á breytingum á markaði með eins einföldum og skjótum hætti og þegar hlutabréf eru keypt og seld.

Hvernig fara viðskipti í kauphallarsjóðum fram?

Fjárfesting í kauphallarsjóðum fer þannig fram að þú leggur inn pöntun hjá miðlaranum þínum – svipað því þegar hlutabréf eru keypt og seld.

Saga kauphallarsjóða

Kauphallarsjóðir eru orðnir mjög vinsælir til fjárfestinga vegna sveigjanleika og hagræðis. Fyrsti kauphallarsjóðurinn var kynntur til sögunnar í Bandaríkjunum árið 1993 og nefndist „Könguló“. Í Evrópu hafa kauphallarsjóðir verið á meðal þeirra fjármálagerninga sem örast hafa vaxið undanfarin ár og velta þeirra hefur aukist meira en tífalt síðan þeir komu fyrst til sögunnar árið 2002. Árið 2008 fór ársvelta viðskipta í kauphallarsjóðum í Evrópu yfir 400 milljarða evra. NASDAQ OMX hefur verið virkt í notkun kauphallarsjóða en árið 2002 var evrópsku NASDAQ OMX sérbréfunum (e. tracking stock) hleypt af stokkunum í fimm evrópskum kauphöllum.

SHARE :